- Kröfur Breta og Hollendinga ósanngjarnar og byggjast ekki á traustum lagalegum grunni.
- Efnahagsleg áhætta af samningunum mikil.
- Íslendingar eiga rétt á að láta á málið reyna fyrir dómstólum, fjárhagsleg áhætta af því er innan viðunandi marka og sú leið þarf hvorki að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands né viðreisn efnahagslífsins.
|
Ef meirihlutinn segir NEI
- Icesave-samningarnir taka ekki gildi.
- Uppgjör innstæðutrygginga vegna Icesave-reikninganna er óútkljáð viðfangsefni stjórnvalda á Íslandi, í Bretlandi og Hollandi, auk Tryggingarsjóðsins á Íslandi.
- Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lýst því yfir að hún muni halda áfram meðferð samningsbrotamáls gegn íslenska ríkinu og vísa málinu til EFTA-dómstólsins. Einnig gæti reynt á deiluna fyrir íslenskum dómstólum.
|
Helstu óvissuþættir
- Hvaða ákvarðanir stjórnvöld á Íslandi, í Bretlandi og Hollandi taka um framhald málsins, hver af sinni hálfu.
- Ísland kann að verða dæmt fyrir brot á
- Niðurstaða skaðabótamála sem bresk og hollensk stjórnvöld kunna að höfða fyrir íslenskum dómstólum.
- Endanleg niðurstaða um hvort kröfur Tryggingarsjóðsins í bú Landsbanka Íslands hf. gangi framar öðrum innstæðukröfum,
- Bresk og hollensk stjórnvöld kunna að krefjast þess að íslenska ríkið ábyrgist allar innstæður en ekki eingöngu lágmarkstrygginguna.
- Hvaða greiðslur fást úr slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og hvenær þær berast.
- Bresk og hollensk stjórnvöld kunna að beita íslensk stjórnvöld pólitískum eða efnahagslegum þrýstingi á alþjóðavettvangi.
|
|