Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl 2011

English (United Kingdom)Icelandic(IS)
Ísland - Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl 2011
 
 
You are here: Forsíða
 
 
Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Velkomin á vefinn Þjóðaratkvæði

Lesa textann

You must have Flash Player installed in order to see this player.

Táknmálsþýðing

Hér eru útskýrð nokkur meginatriði sem varða þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave-samningana 9. apríl 2011, ástæður hennar og hugsanlegar afleiðingar. Bæklingurinn er unninn af sjálfstæðum og hlutlausum aðila, Lagastofnun Háskóla Íslands, samkvæmt ályktun Alþingis.

Greidd verða atkvæði um gildi laga nr. 13/2011 sem Alþingi samþykkti 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði staðfestingar þann 20. sama mánaðar. Lögin veita fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, heimild til að staðfesta samninga sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, svonefnda Icesave-samninga. Samningarnir fjalla um ábyrgð íslenska ríkisins á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins. Endurgreiðslan er vegna kostnaðar ríkjanna tveggja af greiðslu innstæðutryggingar til viðskiptavina í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi. Ábyrgð íslenska ríkisins er vegna greiðslu eftirstöðva endurgreiðslufjárhæðarinnar, verði um eftirstöðvar að ræða, og vaxta af þeim skuldbindingum.

Markmið atkvæðagreiðslunnar er að fá fram afstöðu þjóðarinnar til umræddra laga eins og stjórnarskráin mælir fyrir um. Á kjörseðli er spurt hvort lögin eigi að halda gildi eða falla úr gildi. Meirihluti gildra atkvæða af landinu öllu ræður úrslitum og vægi atkvæða er jafnt. Ef meirihluti svarar játandi halda lögin gildi sínu. Ef meirihluti svarar neitandi falla lögin úr gildi.

Tenglar á frekari upplýsingar, svo sem texta laga og samninga, nefndarálit og innsend gögn til fjárlaganefndar er að finna hér á vefnum.  Einnig er að finna tengla á ýmsa vefi sem endurspegla mismunandi skoðanir á málinu og eru jafnframt vettvangur umræðu.