Tryggingarsjóðurinn hefur þann tilgang að veita viðskiptavinum banka lágmarksvernd komi til greiðsluerfiðleika banka. Íslensku bankarnir greiða í sjóðinn vegna starfsemi sinnar hér á landi og útibúa í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Bakgrunnur
Táknmálsþýðing
Hér er að finna umfjöllun um hlutverk Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (hér eftir nefndur Tryggingarsjóðurinn) og Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi.
Landsbanki Íslands hf. og Icesave
Landsbanki Íslands hf. rak útibú í Bretlandi og Hollandi. Bankinn bauð viðskiptavinum sínum að leggja fé inn á reikninga sem nefndir voru Icesave. Greitt var í Tryggingarsjóðinn á Íslandi, heimaríki bankans, vegna þessara reikninga.