Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl 2011

English (United Kingdom)Icelandic(IS)
dansarar.jpg
 
 
You are here: Bakgrunnur Tryggingarsjóðurinn
 
 
Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Tryggingarsjóðurinn

Lesa textann

You must have Flash Player installed in order to see this player.

Táknmálsþýðing

Tryggingarsjóðurinn hefur þann tilgang að veita viðskiptavinum banka lágmarksvernd komi til greiðsluerfiðleika banka. Íslensku bankarnir greiða í sjóðinn vegna starfsemi sinnar hér á landi og útibúa í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Geti banki ekki greitt út innstæður viðskiptavina sinna er sjóðnum skylt að bæta þeim tjónið svo sem fé hans hrekkur til, að lágmarki 20.887 evrur fyrir hvern reikningseiganda. Þetta er nefnt innstæðutrygging.

Íslensk lög um Tryggingarsjóðinn voru sett til innleiðingar á reglum Evrópusambandsins um innstæðutryggingar. Reglurnar eru hluti af EES-samningnum og þeim er ætlað að tryggja lágmarksöryggi viðskiptavina banka.