Táknmálsþýðing
Um kosningarrétt og kjörskrá fer á sama hátt og við alþingiskosningar. Þó skulu kjörskrár miðaðar við íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag.
Mörk kjördæma eru þau sömu og í næstliðnum alþingiskosningum. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin.
Á kjörseðli er spurt hvort lögin eigi að halda gildi eða falla úr gildi. Meirihluti gildra atkvæða ræður úrslitum. Eins og við kosningar til Alþingis eru auðir seðlar ógildir.
Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar gilda lög nr. 91/2010 með síðari breytingum. Nánari upplýsingar er að finna á www.kosning.is.