Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl 2011

English (United Kingdom)Icelandic(IS)
maedgin.jpg
 
 
You are here: Fjárhæðir og skilmálar
 
 
Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Endurgreiðslu- og skaðleysissamningur við hollenska ríkið

II. GR.
ENDURGREIÐSLA O.FL.

Grein 2.1 Endurgreiðsluskuldbinding. Á grundvelli (a) undirritunar Seðlabanka Hollands á framsalssamningi bankans, (b) útgreiðslna Seðlabanka Hollands á tryggingum til innstæðueigenda hjá Landsbankanum í Amsterdam vegna krafna þeirra á hendur Landsbankanum og Tryggingarsjóði samkvæmt lögum nr. 98/1999 eins og um getur í forsendum samningsins, og (c) forfjármögnunar Hollands á útgreiðslum Seðlabanka Hollands, Drög að þýðingu – enski textinn gildir skuldbindur Tryggingarsjóður sig til að endurgreiða Hollandi þá forfjármögnun og greiða Hollandi í þeim tilgangi endurgreiðslufjárhæðina í samræmi við skilmála samnings þessa.

Grein 2.2 Endurgreiðslufjárhæð. Samningsaðilar eru ásáttir um, í öllum skilningi að því er varðar samning þennan og önnur viðkomandi skjöl, að á dagsetningu samnings þessa skuli endurgreiðslufjárhæðin nema 1.322.242.850 evrum (einum milljarði þrjú hundruð tuttugu og tveimur milljónum tvö hundruð fjörtíu og tvö þúsund átta hundruð og fimmtíu evrum) og að endurgreiðslufjárhæðin kunni að lækka hverju sinni í samræmi við skilmála samnings þessa.


Samningurinn í heild