Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl 2011

English (United Kingdom)Icelandic(IS)
sjomenn.jpg
 
 
You are here: Fjárhæðir og skilmálar
 
 
Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Áætlanir um heildarkostnað ríkissjóðs

Eftir að lög um Icesave voru afgreidd á Alþingi birti skilanefnd Landsbankans nýtt mat á endurheimtum úr búi bankans 2. mars 2011. Samninganefndin hefur því lagt nýtt mat á áhrif þess á skuldbindingar ríkissjóðs og fellt það inn í texta greinargerðarinnar.

Hér eru birtir kaflar úr uppfærðri greinargerð samninganefndarinnar og sömu kaflar úr upphaflegri greinargerð til laganna.  Allar uppfærslur eru auðkenndar þessum lit.

3.2. Fjárhagslegar skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við Icesave.

Að gefnum fyrrgreindum forsendum um greiðslur upp í forgangskröfur úr búi Landsbankans er áætlað að samtals áfallnar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda í júní árið 2016 muni nema um 52 milljörðum kr. Þar af er gert ráð fyrir að 20 milljarðar kr. komi úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta og því falli 32 milljarðar kr. á ríkissjóð sem verða að fullu greiddir á tímabilinu frá janúar 2011 til júní 2016. Áætluð heildarskuldbinding skiptist á eftirfarandi hátt:

a. Fjárhæð til greiðslu hinn 1. janúar 2011
24 milljarðar kr.

b. Samtals vaxtagreiðslur á tímabilinu 2011 til 2016
50 milljarðar kr.

c. Eftirstöðvar skuldbindingar í júní 2016
-22 milljarðar kr.

d.Greiðslur frá tryggingarsjóðnum 1. janúar 2011
-20 milljarðar kr.

e.Heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna
32 milljarðar kr.


Ef stuðst er við sömu forsendur og sömu spár um endurheimtur eigna Landsbankans hefðu heildarskuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt fyrri samningi numið 145 milljörðum kr. í júní 2016, en vextir hefðu síðan reiknast á þá fjárhæð út endurgreiðslutímann til 2024. Með nýja samningnum hefur áætlaður kostnaður ríkissjóðs því minnkað um 78%. Þar sem fyrirhugað er styttra vaxtatímabil en í fyrri samningi þarf að umreikna vextina og jafna þeim yfir jafnlangt tímabil og í fyrri samningi til að gera þá hæfa til samanburðar. Af þeim útreikningum má sjá að vegið meðaltal vaxta í fyrirliggjandi samningi er 2,56%. Helsti munurinn á fyrirhuguðum samningi og hinum fyrri er dreginn saman í eftirfarandi töflu (allar tölur á verðlagi hvers árs):


Kostnaður ríkissjóðs
Fyrirhugaður samningur Fyrri samningur
Vextir (vegið meðaltal) 2,56% 5,55%
Vextir greiðast frá 30. sept. 2009 1. jan. 2009
Vextir til 1. janúar 2011 (milljarðar kr.) 24 69
Heildargreiðslur á samningstímanum 52 221
Áætlaður heildarkostnaður miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) 52 165
Heildarkostnaður ríkissjóðs að frádregnum 20 milljarða kr. eignum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) 32 145

 

3.2.1.3. Endurheimtur úr búi Landsbankans (uppfærð greinargerð samninganefndar)

Stærsti óvissuþátturinn við mat á skuldbindingum ríkissjóðs vegna Icesave er úthlutun upp í kröfur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta úr búi Landsbanka Íslands hf. Við áætlun á líklegri skuldbindingu er byggt á upplýsingum skilanefndar Landsbankans sem birtar voru á kröfuhafafundi 9. nóvember 2010. Jafnframt er byggt á vinnugögnum frá Landsbanka Íslands um fjárhæð þeirra krafna sem framseldar verða á grundvelli endurgreiðslusamninganna. Þá hefur verið lagt varfærið mat á nettótekjur vegna eigna Landsbanka Íslands til 2016. Eins og áður hefur verið nefnt er gert ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna samningsins verði 32 milljarðar kr. og að engar eftirstöðvar falli á ríkissjóð árið 2016. Útkoman gæti þó ýmist orðið betri eða verri:
Betri útkoma. Í dæminu hér á eftir er miðað við að heimtur búsins verði betri en áætlað hefur verið. Bættar heimtur mundu lækka kostnað ríkisins, jafnvel þannig að greiðslur úr búinu verði hærri en sem nemur skuldbindingu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta árið 2016. Hér er gert er ráð fyrir að endurheimtur batni sem nemur 30 milljörðum kr. á hlut tryggingarsjóðsins. Ljóst er einnig ef útgreiðslur úr búinu verða fyrr en skilanefndin áætlar í mati sínu frá því í nóvember 2010 lækkar vaxtakostnaður. Í dæminu hér á eftir er gert ráð fyrir að útborgun úr búinu eftir árslok 2011 færist fram um hálft ár og að bú Landsbankans selji skuldabréf NBI árið 2014.
Verri útkoma. Á hinn bóginn gætu breytingar orkað í andstæða átt ef heimtur verða lakari, þær frestast eða töf verður á útgreiðslum úr búinu. Taka má eftirfarandi dæmi: Aðrar eignir en reiðufé og skuldabréf NBI svara til um 498 milljarða kr., en þar af hlutdeild Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta í þeim 255 milljarðar kr. Ef þær endurheimtast að fjórum fimmtu hlutum af því sem áætlanir gera ráð fyrir verða eftirstöðvar skuldbindingarinnar hærri sem því nemur. Hér er enn fremur reiknað með að útborgun úr búinu seinkaði um tvö ár þannig að hún hæfist ekki að neinu leyti fyrr en á árinu 2013. Í eftirfarandi töflu eru sýnd áhrif þess á skuldina miðað við júní 2016:


Betri útkoma (ma.kr.) Áætluð útkoma (ma.kr.) Verri útkoma (ma.kr.)
Eftirstöðvar höfuðstóls árið 2016 -46 -22 25
Áfallnir vextir til júní 2016 63 74 93
Samtals 17 52 118
Frádregin greiðsla Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta -20 -20 -20
Heildargreiðsla samtals 3 32 98

 

3.2.3. Skuldabyrði ríkissjóðs - (uppfærð greinargerð samninganefndar)

Skuldir ríkisins jukust mikið í kjölfar hruns bankakerfisins, en stefnt er að því að þær lækki hratt á næstu árum og verði ekki hærri en um 60% af landsframleiðslu (VLF) til lengri tíma litið. Skuldir ríkisins nema í árslok 2010 um 84,5% af vergri landsframleiðslu samkvæmt áætlunum fjármálaráðuneytisins. Í áætlun um þróun skuldastöðu ríkissjóðs vegna samninga um uppgjör Icesave-skuldbindinga er gengið út frá þeirri forsendu að höfuðstóll skuldarinnar verði að fullu greiddur með eignum úr búinu og að greiðslur ríkissjóðs vegna vaxta verði fjármagnaðar af gjaldeyriseignum ríkissjóðs. Heildarskuldir munu þannig ekki hækka en hins vegar mun handbært fé og kröfur lækka sem hefur áhrif á þróun hreinnar skuldastöðu. Á árunum 2011 til 2016 koma til greiðslu vextir af höfuðstól skuldarinnar. Sá vaxtakostnaður er hæstur árið 2011 og nemur um 18,5 milljörðum kr. en fer lækkandi og endar í 1 milljarði kr. árið 2016. Hreinar skuldir ríkisins eru í lok árs 2010 43% af vergri landsframleiðslu og verða skv. áætlunum 45,4% í árslok 2011 án Icesave-skuldbindinga,en að viðbættum kostnaði vegna Icesave færi það hlutfall í 47,0%. Þess skal getið að komi til þess að greiðslur úr þrotabúinu verði umfram kröfur höfuðstóls skuldarinnar koma þær til lækkunar á vaxtagjöldum.
Ath. að tilgreina í ma.kr. árlegar greiðslur 2011-2016, lengja töfluna um 2 ár.

 

 

 

3.2. Fjárhagslegar skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við Icesave  (greinargerð með frumvarpi)

Að gefnum fyrrgreindum forsendum um greiðslur upp í forgangskröfur úr búi Landsbankans er áætlað að samtals áfallnar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda í júní árið 2016 muni nema um 67 milljörðum kr. Þar af er gert ráð fyrir að 20 milljarðar kr. komi úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta og því falli 47 milljarðar kr. á ríkissjóð sem verða að fullu greiddir á tímabilinu frá janúar 2011 til júní 2016. Áætluð heildarskuldbinding skiptist á eftirfarandi hátt:

a. Fjárhæð til greiðslu hinn 1. janúar 2011
26 milljarðar kr.

b. Samtals vaxtagreiðslur á tímabilinu 2011 til 2016
50 milljarðar kr.

c.  Eftirstöðvar skuldbindingar í júní 2016
-8 milljarðar kr.

d.  Greiðslur frá tryggingarsjóðnum 1. janúar 2011
-20 milljarðar kr.

e.  Heildargreiðslur ríkissjóðs vegna samninganna
47 milljarðar kr.


Ef stuðst er við sömu forsendur og sömu spár um endurheimtur eigna Landsbankans hefðu heildarskuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt fyrri samningi numið 162 milljörðum kr. í júní 2016, en vextir hefðu síðan reiknast á þá fjárhæð út endurgreiðslutímann til 2024. Með nýja samningnum hefur áætlaður kostnaður ríkissjóðs því minnkað um 71%.
Þar sem fyrirhugað er styttra vaxtatímabil en í fyrri samningi þarf að umreikna vextina og jafna þeim yfir jafnlangt tímabil og í fyrri samningi til að gera þá hæfa til samanburðar. Af þeim útreikningum má sjá að vegið meðaltal vaxta í fyrirliggjandi samningi er 2,64%. Helsti munurinn á fyrirhuguðum samningi og hinum fyrri er dreginn saman í eftirfarandi töflu (allar tölur á verðlagi hvers árs):


Kostnaður ríkissjóðs
Fyrirhugaður samningur Fyrri samningur
Vextir (vegið meðaltal) 2,64% 5,55%
Vextir greiðast frá 30. sept. 2009 1. jan. 2009
Vextir til 1. janúar 2011 (milljarðar kr.) 26 75
Heildargreiðslur á samningstímanum 67 238
Áætlaður heildarkostnaður miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) 67 182
Heildarkostnaður ríkissjóðs að frádregnum 20 milljarða kr. eignum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) 47 162

3.2.1.3. Endurheimtur úr búi Landsbankans (úr greinargerð með frumvarpi)

Stærsti óvissuþátturinn við mat á skuldbindingum ríkissjóðs vegna Icesave er úthlutun upp í kröfur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta úr búi Landsbanka Íslands hf. Við áætlun á líklegri skuldbindingu er byggt á upplýsingum skilanefndar Landsbankans sem birtar voru á kröfuhafafundi 9. nóvember 2010. Jafnframt er byggt á vinnugögnum frá Landsbanka Íslands um fjárhæð þeirra krafna sem framseldar verða á grundvelli endurgreiðslusamninganna. Þá hefur verið lagt varfærið mat á nettótekjur vegna eigna Landsbanka Íslands til 2016. Eins og áður hefur verið nefnt er gert ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna samningsins verði 47 milljarðar kr. og að engar eftirstöðvar falli á ríkissjóð árið 2016. Útkoman gæti þó ýmist orðið betri eða verri:
Betri útkoma. Í dæminu hér á eftir er miðað við að heimtur búsins verði betri en áætlað hefur verið. Bættar heimtur mundu lækka kostnað ríkisins, jafnvel þannig að greiðslur úr búinu verði hærri en sem nemur skuldbindingu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta árið 2016. Hér er gert er ráð fyrir að endurheimtur batni sem nemur 30 milljörðum kr. á hlut tryggingarsjóðsins. Ljóst er einnig ef útgreiðslur úr búinu verða fyrr en skilanefndin áætlar í mati sínu frá því í nóvember 2010 lækkar vaxtakostnaður. Í dæminu hér á eftir er gert ráð fyrir að útborgun úr búinu eftir árslok 2011 færist fram um hálft ár og að bú Landsbankans selji skuldabréf NBI árið 2014.
Verri útkoma. Á hinn bóginn gætu breytingar orkað í andstæða átt ef heimtur verða lakari, þær frestast eða töf verður á útgreiðslum úr búinu. Taka má eftirfarandi dæmi: Aðrar eignir en reiðufé og skuldabréf NBI svara til um 485 milljarða kr., en þar af hlutdeild Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta í þeim 249 milljarðar kr. Ef þær endurheimtast að fjórum fimmtu hlutum af því sem áætlanir gera ráð fyrir verða eftirstöðvar skuldbindingarinnar hærri sem því nemur. Hér er enn fremur reiknað með að útborgun úr búinu seinkaði um tvö ár þannig að hún hæfist ekki að neinu leyti fyrr en á árinu 2013. Í eftirfarandi töflu eru sýnd áhrif þess á skuldina miðað við júní 2016:

 


Betri útkoma (ma.kr.) Áætluð útkoma (ma.kr.) Verri útkoma (ma.kr.)
Eftirstöðvar höfuðstóls árið 2016 -32 -8 39
Áfallnir vextir til júní 2016 65 76 94
Samtals 32 67 133
Frádregin greiðsla Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta -20 -20 -20
Heildargreiðsla samtals 12 47 113

 

3.2.3. Skuldabyrði ríkissjóðs (úr greinargerð með frumvarpi)

Skuldir ríkisins jukust mikið í kjölfar hruns bankakerfisins, en stefnt er að því að þær lækki hratt á næstu árum og verði ekki hærri en um 60% af landsframleiðslu (VLF) til lengri tíma litið. Skuldir ríkisins nema í árslok 2010 um 84,5% af vergri landsframleiðslu samkvæmt áætlunum fjármálaráðuneytisins. Í áætlun um þróun skuldastöðu ríkissjóðs vegna samninga um uppgjör Icesave-skuldbindinga er gengið út frá þeirri forsendu að höfuðstóll skuldarinnar verði að fullu greiddur með eignum úr búinu og að greiðslur ríkissjóðs vegna vaxta verði fjármagnaðar af gjaldeyriseignum ríkissjóðs. Heildarskuldir munu þannig ekki hækka en hins vegar mun handbært fé og kröfur lækka sem hefur áhrif á þróun hreinnar skuldastöðu. Á árunum 2011 til 2016 koma til greiðslu vextir af höfuðstól skuldarinnar. Sá vaxtakostnaður er hæstur árið 2011 og nemur um 17 milljörðum kr. en fer lækkandi og endar í 2 milljörðum kr. árið 2016. Hreinar skuldir ríkisins eru í lok árs 2010 43% af vergri landsframleiðslu, en að viðbættum kostnaði vegna Icesave færi það hlutfall fyrir árið 2010 í 43,4%. Þess skal getið að komi til þess að greiðslur úr þrotabúinu verði umfram kröfur höfuðstóls skuldarinnar koma þær til lækkunar á vaxtagjöldum.