Eftir að lög um Icesave voru afgreidd á Alþingi birti skilanefnd Landsbankans nýtt mat á endurheimtum úr búi bankans 2. mars 2011. Samninganefndin hefur því lagt nýtt mat á áhrif þess á skuldbindingar ríkissjóðs og fellt það inn í texta greinargerðarinnar.
Hér eru birtir kaflar úr uppfærðri greinargerð samninganefndarinnar og sömu kaflar úr upphaflegri greinargerð til laganna. Allar uppfærslur eru auðkenndar þessum lit.
- 3.2 Fjárhagslegar skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við Icesave (uppfærð greinargerð samninganefndar)
- Uppfærð greinargerð samningarnefndarinnar í heild sinni
- 3.2 Fjárhagslegar skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við Icesave.
- Slitastjórn og skilanefnd Landsbanka Íslands hf. sent að beiðni fjárlaganefndar
- Greinargerð með frumvarpi í heild sinni
3.2. Fjárhagslegar skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við Icesave.
Að gefnum fyrrgreindum forsendum um greiðslur upp í forgangskröfur úr búi Landsbankans er áætlað að samtals áfallnar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda í júní árið 2016 muni nema um 52 milljörðum kr. Þar af er gert ráð fyrir að 20 milljarðar kr. komi úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta og því falli 32 milljarðar kr. á ríkissjóð sem verða að fullu greiddir á tímabilinu frá janúar 2011 til júní 2016. Áætluð heildarskuldbinding skiptist á eftirfarandi hátt:
Ef stuðst er við sömu forsendur og sömu spár um endurheimtur eigna Landsbankans hefðu heildarskuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt fyrri samningi numið 145 milljörðum kr. í júní 2016, en vextir hefðu síðan reiknast á þá fjárhæð út endurgreiðslutímann til 2024. Með nýja samningnum hefur áætlaður kostnaður ríkissjóðs því minnkað um 78%. Þar sem fyrirhugað er styttra vaxtatímabil en í fyrri samningi þarf að umreikna vextina og jafna þeim yfir jafnlangt tímabil og í fyrri samningi til að gera þá hæfa til samanburðar. Af þeim útreikningum má sjá að vegið meðaltal vaxta í fyrirliggjandi samningi er 2,56%. Helsti munurinn á fyrirhuguðum samningi og hinum fyrri er dreginn saman í eftirfarandi töflu (allar tölur á verðlagi hvers árs):
Kostnaður ríkissjóðs |
Fyrirhugaður samningur | Fyrri samningur |
Vextir (vegið meðaltal) | 2,56% | 5,55% |
Vextir greiðast frá | 30. sept. 2009 | 1. jan. 2009 |
Vextir til 1. janúar 2011 (milljarðar kr.) | 24 | 69 |
Heildargreiðslur á samningstímanum | 52 | 221 |
Áætlaður heildarkostnaður miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) | 52 | 165 |
Heildarkostnaður ríkissjóðs að frádregnum 20 milljarða kr. eignum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) | 32 | 145 |
Fyrirhugaður samningur gerir ráð fyrir að stjórnvöld greiði ársfjórðungslega fyrir hönd tryggingarsjóðsins umsamda vexti af höfuðstól skuldbindingar sjóðsins sem falla til þar til 30. júní 2016. Höfuðstóll skuldbindingarinnar verður hins vegar greiddur niður í takt við útgreiðslur úr búi Landsbankans á sama tímabili, þ.e. til miðs árs 2016. Á fyrri hluta samningstímans er fyrirhugaður samningur frábrugðinn eldri samningum í þremur meginatriðum: i) vextir hafa lækkað verulega, ii) vextir eru greiddir jafnt og þétt ársfjórðungslega, en safnast ekki upp, og er fyrsta greiðsla 1. janúar 2011 þegar áfallnir vextir til þess tíma verða greiddir og iii) engir vextir greiðast fyrir tímabilið fram að 30. september 2009. Gert er ráð fyrir að því sem næst allar áætlaðar endurheimtur úr búi Landsbankans hafi verið innleystar og greiddar forgangskröfuhöfum 15. júní 2016, enn fremur að áfallnir vextir séu greiddir ársfjórðungslega í stað þess að þeim sé bætt ofan á höfuðstól skuldbindingarinnar til greiðslu síðar. Eftirstöðvar skuldbindingarinnar 15. júní 2016 verða því lægri en ef vextir hefðu safnast upp og jafnframt mun endurgreiðslutími eftirstöðvanna verða styttri.
Eftir júní 2016 skulu eftirstöðvarnar greiddar með afborgunum á tímabili sem ræðst af fjárhæð eftirstöðva af höfuðstól. Umsamin kjör á þessu tímabili eru svokallaðir CIRR-vextir OECD í pundum vegna fjárhæðarinnar sem þá stendur eftir í Bretlandi og í evrum vegna eftirstandandi fjárhæðar í Hollandi. Í báðum tilvikum yrði viðmiðunardagur vaxtanna 15. júní 2016 og þeir ákvarðaðir að teknu tilliti til fjárhæðar eftirstöðvanna og lengdar endurgreiðslutímans.
3.2.1. Fjárhagslegir áhrifaþættir.
Umfang þeirrar fjárhagslegu skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld undirgangast gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöldum samkvæmt samningsdrögunum er óvissu háð og ræðst af nokkrum meginþáttum. Mikilvægustu þættirnir eru:
a. hversu mikið endurheimtist af eigum Landsbankans hf. og hve miklum fjármunum, sem aflað er með sölu þeirra eigna, verður hægt að ráðstafa til að mæta greiðslum upp í kröfur innstæðueigenda,
b. tímasetning greiðslna frá búi Landsbankans til kröfuhafa,
c. hreyfingar á gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, einkum sterlingspundi og evru.
3.2. Fjárhagslegar skuldbindingar stjórnvalda í tengslum við Icesave.
Að gefnum fyrrgreindum forsendum um greiðslur upp í forgangskröfur úr búi Landsbankans er áætlað að samtals áfallnar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda í júní árið 2016 muni nema um 67 milljörðum kr. Þar af er gert ráð fyrir að 20 milljarðar kr. komi úr Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta og því falli 47 milljarðar kr. á ríkissjóð sem verða að fullu greiddir á tímabilinu frá janúar 2011 til júní 2016. Áætluð heildarskuldbinding skiptist á eftirfarandi hátt:
Ef stuðst er við sömu forsendur og sömu spár um endurheimtur eigna Landsbankans hefðu heildarskuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt fyrri samningi numið 162 milljörðum kr. í júní 2016, en vextir hefðu síðan reiknast á þá fjárhæð út endurgreiðslutímann til 2024. Með nýja samningnum hefur áætlaður kostnaður ríkissjóðs því minnkað um 71%.
Þar sem fyrirhugað er styttra vaxtatímabil en í fyrri samningi þarf að umreikna vextina og jafna þeim yfir jafnlangt tímabil og í fyrri samningi til að gera þá hæfa til samanburðar. Af þeim útreikningum má sjá að vegið meðaltal vaxta í fyrirliggjandi samningi er 2,64%. Helsti munurinn á fyrirhuguðum samningi og hinum fyrri er dreginn saman í eftirfarandi töflu (allar tölur á verðlagi hvers árs):
Kostnaður ríkissjóðs |
Fyrirhugaður samningur | Fyrri samningur |
Vextir (vegið meðaltal) | 2,64% | 5,55% |
Vextir greiðast frá | 30. sept. 2009 | 1. jan. 2009 |
Vextir til 1. janúar 2011 (milljarðar kr.) | 26 | 75 |
Heildargreiðslur á samningstímanum | 67 | 238 |
Áætlaður heildarkostnaður miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) | 67 | 182 |
Heildarkostnaður ríkissjóðs að frádregnum 20 milljarða kr. eignum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta miðað við júní 2016 (milljarðar kr.) | 47 | 162 |
Fyrirhugaður samningur gerir ráð fyrir að stjórnvöld greiði ársfjórðungslega fyrir hönd tryggingarsjóðsins umsamda vexti af höfuðstól skuldbindingar sjóðsins sem falla til þar til 30. júní 2016. Höfuðstóll skuldbindingarinnar verður hins vegar greiddur niður í takt við útgreiðslur úr búi Landsbankans á sama tímabili, þ.e. til miðs árs 2016. Á fyrri hluta samningstímans er fyrirhugaður samningur frábrugðinn eldri samningum í þremur meginatriðum: i) vextir hafa lækkað verulega, ii) vextir eru greiddir jafnt og þétt ársfjórðungslega, en safnast ekki upp, og er fyrsta greiðsla 1. janúar 2011 þegar áfallnir vextir til þess tíma verða greiddir og iii) engir vextir greiðast fyrir tímabilið fram að 30. september 2009. Gert er ráð fyrir að því sem næst allar áætlaðar endurheimtur úr búi Landsbankans hafi verið innleystar og greiddar forgangskröfuhöfum 15. júní 2016, enn fremur að áfallnir vextir séu greiddir ársfjórðungslega í stað þess að þeim sé bætt ofan á höfuðstól skuldbindingarinnar til greiðslu síðar. Eftirstöðvar skuldbindingarinnar 15. júní 2016 verða því lægri en ef vextir hefðu safnast upp og jafnframt mun endurgreiðslutími eftirstöðvanna verða styttri.
Eftir júní 2016 skulu eftirstöðvarnar greiddar með afborgunum á tímabili sem ræðst af fjárhæð eftirstöðva af höfuðstól. Umsamin kjör á þessu tímabili eru svokallaðir CIRR-vextir OECD í pundum vegna fjárhæðarinnar sem þá stendur eftir í Bretlandi og í evrum vegna eftirstandandi fjárhæðar í Hollandi. Í báðum tilvikum yrði viðmiðunardagur vaxtanna 15. júní 2016 og þeir ákvarðaðir að teknu tilliti til fjárhæðar eftirstöðvanna og lengdar endurgreiðslutímans.
3.2.1. Fjárhagslegir áhrifaþættir.
Umfang þeirrar fjárhagslegu skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld undirgangast gagnvart breskum og hollenskum stjórnvöldum samkvæmt samningsdrögunum er óvissu háð og ræðst af nokkrum meginþáttum. Mikilvægustu þættirnir eru:
a. hversu mikið endurheimtist af eigum Landsbankans hf. og hve miklum fjármunum, sem aflað er með sölu þeirra eigna, verður hægt að ráðstafa til að mæta greiðslum upp í kröfur innstæðueigenda,
b. tímasetning greiðslna frá búi Landsbankans til kröfuhafa,
c. hreyfingar á gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, einkum sterlingspundi og evru.