Stjórnlagaráð
Stjórnlagaráði var falið að fjalla um sömu atriði og stjórnlagaþingi hafði verið ætlað að skoða.
Stjórnlagaráð kom saman 6. apríl 2011 og starfaði til 29. júlí sama ár. Þann dag afhenti ráðið forseta Alþingis tillögur að nýrri stjórnarskrá. Í bréfi, sem fylgdi tillögunum, kom fram að fulltrúar í ráðinu væru einhuga um að veita bæri landsmönnum öllum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá áður en Alþingi afgreiddi tillögurnar endanlega.
Almenningur átti greiðan aðgang að vinnu stjórnlagaráðs en hægt var að senda athugasemdir og erindi í gegnum vefsíðu ráðsins meðan vinnan fór fram. Með þessu móti var boðið upp á að þjóðin gæti í framhaldi af þjóðfundi komið skoðunum sínum að við endurskoðun stjórnarskrárinnar.
Ályktun Alþingis 22. febrúar 2012 kom stjórnlagaráð aftur saman dagana 8.-12. mars 2012 til að fjalla um nokkrar spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um mögulegar breytingar. Í svari ráðsins eru kynntir nokkrir valkostir sem ekki voru taldir raska samræmi tillagna ráðsins. Sjá svarbréf stjórnlagaráðs hér.