myndir27.jpg
 
 
Þú ert hérna: Bakgrunnur
 
 

Bakgrunnur

Lesa textann

You must have Flash Player installed in order to see this player.

Táknmálsþýðing

Hér er að finna umfjöllun um hlutverk Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og sjónarmið íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda um ábyrgð á innstæðutryggingum.





Tryggingarsjóðurinn

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi er sjálfseignarstofnun sem hefur þann tilgang að veita viðskiptavinum banka lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum banka. Greitt er í sjóðinn vegna viðskiptabanka hér á landi og útibúa þeirra í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Nánar

Landsbanki Íslands hf. og Icesave

Landsbanki Íslands hf. rak útibú í Bretlandi og Hollandi.  Stofnað var til þessarar starfsemi á grundvelli laga nr. 161/2002.  Útibú banka, sem eru staðsett í öðrum ríkjum, eru undir ákveðnu eftirliti stjórnvalda í heimaríki bankans. Bankinn bauð viðskiptavinum sínum að leggja inn á reikninga sem nefndir voru Icesave.  Byrjað var að taka við innlánum í Bretlandi í október 2006 og í Hollandi í maí 2008. Greitt var í Tryggingarsjóðinn á Íslandi, heimaríki bankans, vegna þessara reikninga. Þessu er á annan veg farið þegar banki stofnar dótturfyrirtæki í öðru ríki.  Þá ábyrgist tryggingarsjóður þess ríkis innstæðutryggingar reikningseigenda.

Nánar

Ísland, Bretland og Holland

Íslensk stjórnvöld halda því fram að reglur Evrópusambandsins um innstæðutryggingar, sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt, feli ekki í sér lagalega skyldu ríkja til að ábyrgjast innstæður viðskiptavina banka umfram eignir viðkomandi tryggingarsjóðs.

Nánar