undirsida_haust01.jpg

Ákvæði til bráðabirgða

Tillögur stjórnlagaráðs

Afhentar forseta Alþingis  29. júlí 2011

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

1944 nr. 33 17. júní

Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði um stundarsakir

Fyrstu kosningalög.


















Þrátt fyrir ákvæði 10. mgr. 39. gr. nægir samþykki einfalds meirihluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau taka gildi.

 

Er stjórnarskrá þessi hefur öðlast gildi, kýs sameinað Alþingi forseta Íslands fyrsta sinni eftir reglum um kjör forseta sameinaðs Alþingis, og nær kjörtímabil hans til 31. júlí 1945.

Þeir erlendir ríkisborgarar, sem öðlast hafa kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis eða embættisgengi, áður en stjórnskipunarlög þessi koma til framkvæmda, skulu halda þeim réttindum. Danskir ríkisborgarar, sem téð réttindi hefðu öðlast samkvæmt 75. gr. stjórnarskrár 18. maí 1920, að óbreyttum lögum, frá gildistökudegi stjórnarskipunarlaga þessara og þar til 6 mánuðum eftir að samningar um rétt danskra ríkisborgara á Íslandi geta hafist, skulu og fá þessi réttindi og halda þeim.

Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 31. gr. nægir samþykki einfalds meiri hluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau taka gildi. Þegar sú breyting hefur verið gerð fellur ákvæði þetta úr gildi.

Deildu