undirsida_lomagnupur02.jpg

Stjórnlagaþing

Þann 16. júní 2010 samþykkti Alþingi lög nr. 90/2010  um stjórnlagaþing. Samkvæmt þeim skyldi boða til ráðgefandi stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33 17. júní 1944. Þinginu var falið að fjalla sérstaklega um nokkra tiltekna þætti en það hafði heimild til að skoða fleiri teldi það ástæðu til slíks.

Kosningar til stjórnlagaþings fóru fram 27. nóvember 2010 og voru 25 fulltrúar kosnir til setu á þinginu, 15 karlar og 10 konur. Kosningaþátttaka var 35%. Framkvæmd kosninganna var kærð og 25. janúar 2011 ógilti Hæstiréttur kosninguna.  Í framhaldi af því samþykkti Alþingi ályktun 24. mars  þar sem 25 manna stjórnlagaráði, skipað sömu fulltrúum og kosnir voru í stjórnlagaþingskosningunni 2010,1 var falið að gera tillögur um breytingar á stjórnarskránni.


1. Allir nema einn þáðu skipan í stjórnlagaráð en í hans stað kom sá sem raðaðist í 26. Sæti.

Deildu