The Referendum on saturday April 9 2011

English (United Kingdom)Icelandic(IS)
maedgin.jpg
 
 
You are here: Monetary amount and terms
 
 
E-mail Print

Vaxtaákvæði

Eftir að lög um Icesave voru afgreidd á Alþingi birti skilanefnd Landsbankans nýtt mat á endurheimtum úr búi bankans 2. mars 2011. Samninganefndin hefur því lagt nýtt mat á áhrif þess á skuldbindingar ríkissjóðs og fellt það inn í texta greinargerðarinnar.

Hér eru birtir kaflar úr uppfærðri greinargerð samninganefndarinnar og sömu kaflar úr upphaflegri greinargerð til laganna.  Allar uppfærslur eru auðkenndar þessum lit.

Vextir frá 1. október 2009 - 30. júní 2016  í samningi við hollenska ríkið

„Vaxtastig fyrra tímabils“: 3,0 prósent á ári.

Vextir frá 1. október 2009 - 30. júní 2016  í samningi við breska ríkið

„Vaxtastig fyrra tímabils“: 3,3 prósent á ári.

Samningar í heild sinni

 

3.1.4 Vextir (uppfærð greinargerð samninganefndar)

Að frátöldum heimtum úr búi Landsbankans skipta vaxtakjörin á þeirri fjárhæð sem til endurgreiðslu er langmestu máli.

Endurgreiðslufjárhæðirnar samkvæmt hvorum samningi um sig byrja ekki að bera vexti fyrr en í október 2009 í stað 1. janúar sama ár eins og ráð var fyrir gert í fyrri samningum. Frá þeim tíma og meðan tryggingarsjóðurinn er að greiða höfuðstól endurgreiðslufjárhæðanna niður fram til 30. júní 2016 ber hann um 3,2% vexti á ári (vegið meðaltal milli sterlingspunds og evru) og eru þeir gerðir upp ársfjórðungslega frá og með 1. janúar 2011, eftir að áfallnir vextir og kostnaður fram að því hafa verið gerðir upp í árslok 2010. Höfuðstólar bresku og hollensku endurgreiðslufjárhæðanna bera hvor um sig mismunandi vexti, 3% á þá hollensku og 3,3% á þá bresku. Munur á þessu vaxtahlutfalli endurspeglar mismunandi fjármögnunarkostnað hvors ríkis um sig. Að teknu tilliti til styttingar á vaxtatímabili og með hliðsjón af þróun af áætlaðri niðurgreiðslu höfuðstóls er vegið meðaltal vaxta 2,56%.

Samkvæmt fyrri samningum var ekki gert ráð fyrir neinu vaxtafríi, heldur að 5,55% vextir reiknuðust allt frá 1. janúar 2009. Ekki var gert ráð fyrir að greiðsla þeirra hæfist fyrr en árið 2016 og yrði að fullu lokið átta árum síðar, á árinu 2024. Fram til 2016 var því ekki gert ráð fyrir neinum beinum greiðslum úr ríkissjóði í fyrri samningunum. Fyrir utan vaxtafríið og mun lægri vexti er sá meginmunur á þessum og nýju samningunum að áfallnir vextir frá 1. október 2009 verða gerðir upp í einu lagi í árslok 2010 og eftir það ársfjórðungslega. Með vaxtafríi og vegnum meðalvöxtum 3,2% er gert ráð fyrir að uppsafnaður vaxtakostnaður í árslok 2010 geti numið, miðað við reikniforsendur seðlabankans, um 24 milljörðum kr. í stað 69 milljarða kr., eins og verið hefði samkvæmt fyrri samningi. Á móti þessari fjárhæð koma innstæður í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta að fjárhæð um 20 milljarðar kr., en miðað er við að fjármálaráðherra leiti eftir heimild í fjáraukalögum til að mæta því er upp á vantar til lúkningar þessari skuldbindingu. Eftir það eru vextir greiddir ársfjórðungslega, eins og áður segir, og lækka að tiltölu eftir því sem endurheimtum úr búi Landsbankans vindur fram.

 

3.1.4. Vextir (greinargerð með frumvarpi)

Að frátöldum heimtum úr búi Landsbankans skipta vaxtakjörin á þeirri fjárhæð sem til endurgreiðslu er langmestu máli.
Endurgreiðslufjárhæðirnar samkvæmt hvorum samningi um sig byrja ekki að bera vexti fyrr en í október 2009 í stað 1. janúar sama ár eins og ráð var fyrir gert í fyrri samningum. Frá þeim tíma og meðan tryggingarsjóðurinn er að greiða höfuðstól endurgreiðslufjárhæðanna niður fram til 30. júní 2016 ber hann um 3,2% vexti á ári (vegið meðaltal milli sterlingspunds og evru) og eru þeir gerðir upp ársfjórðungslega frá og með 1. janúar 2011, eftir að áfallnir vextir og kostnaður fram að því hafa verið gerðir upp í árslok 2010. Höfuðstólar bresku og hollensku endurgreiðslufjárhæðanna bera hvor um sig mismunandi vexti, 3% á þá hollensku og 3,3% á þá bresku. Munur á þessu vaxtahlutfalli endurspeglar mismunandi fjármögnunarkostnað hvors ríkis um sig. Að teknu tilliti til styttingar á vaxtatímabili og með hliðsjón af þróun af áætlaðri niðurgreiðslu höfuðstóls er vegið meðaltal vaxta 2,64%.
Samkvæmt fyrri samningum var ekki gert ráð fyrir neinu vaxtafríi, heldur að 5,55% vextir reiknuðust allt frá 1. janúar 2009. Ekki var gert ráð fyrir að greiðsla þeirra hæfist fyrr en árið 2016 og yrði að fullu lokið átta árum síðar, á árinu 2024. Fram til 2016 var því ekki gert ráð fyrir neinum beinum greiðslum úr ríkissjóði í fyrri samningunum. Fyrir utan vaxtafríið og mun lægri vexti er sá meginmunur á þessum og nýju samningunum að áfallnir vextir frá 1. október 2009 verða gerðir upp í einu lagi í árslok 2010 og eftir það ársfjórðungslega. Með vaxtafríi og vegnum meðalvöxtum 3,2% er gert ráð fyrir að uppsafnaður vaxtakostnaður geti í árslok 2010 numið um 26 milljörðum kr. í stað 75 milljarða kr., eins og verið hefði samkvæmt fyrri samningi. Á móti þessari fjárhæð koma innstæður í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta að fjárhæð um 20 milljarðar kr., en miðað er við að fjármálaráðherra leiti eftir heimild í fjáraukalögum til að mæta því er upp á vantar til lúkningar þessari skuldbindingu. Eftir það eru vextir greiddir ársfjórðungslega, eins og áður segir, og lækka að tiltölu eftir því sem endurheimtum úr búi Landsbankans vindur fram.