Prentvæn útgáfa

Rök sem færð hafa verið fyrir því að segja JÁ

  • Viðunandi niðurstaða í deilu sem mikilvægt er að ljúka sem fyrst.
  • Áhættan af því að fara með málið fyrir dómstóla mikil.
  • Synjun getur leitt til óhagstæðari fjárhagslegrar niðurstöðu, tafið fyrir endurreisn þjóðarbúsins, haft neikvæð áhrif á orðspor Íslands og unnið gegn efnahagslegum og pólitískum hagsmunum landsins á alþjóðavettvangi.

Ef meirihlutinn segir JÁ

  • Icesave-samningarnir verða undirritaðir og taka gildi.
  • Í framhaldinu þarf að greiða af Icesave-samningunum í samræmi við skilmála þeirra og að því marki sem eignir Tryggingarsjóðsins og Landsbanka Íslands hf. duga ekki til.
  • Milliríkjadeilan um Icesave til lykta leidd.

Helstu óvissuþættir

  • Hvaða greiðslur fást úr slitameðferð Landsbanka Íslands hf. en endanlegt framlag íslenska ríkisins ræðst af því hversu mikið fæst fyrir eignir búsins og hvenær þær greiðslur skila sér.
  • Endanleg niðurstaða um hvort kröfur Tryggingarsjóðsins í bú Landsbanka Íslands hf. gangi framar öðrum innstæðukröfum, sbr. það ákvæði sem jafnan er kennt við Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmann.
  • Endanleg niðurstaða dómstóla um gildi svonefndra neyðarlaga nr. 125/2008 og þar með hvort innstæðukröfur gangi framar öðrum kröfum í bú Landsbanka Íslands hf.
  • Hver þróun gengis og hagvaxtar verður sem og annarra aðstæðna í þjóðarbúinu, sem áhrif hafa á greiðslubyrði vegna Icesave-samninganna.
  • Hvenær slitameðferð Landsbanka Íslands hf. lýkur.
  • Hvort eftirstöðvar verða af skuldinni árið 2016 og þá hverjar og hver vaxtabyrðin af þeim verður.

Lesa textann

You must have Flash Player installed in order to see this player.

Táknmálsþýðing

Rök sem færð hafa verið fyrir því að segja NEI

  • Kröfur Breta og Hollendinga ósanngjarnar og byggjast ekki á traustum lagalegum grunni.
  • Efnahagsleg áhætta af samningunum mikil.
  • Íslendingar eiga rétt á að láta á málið reyna fyrir dómstólum, fjárhagsleg áhætta af því er innan viðunandi marka og sú leið þarf hvorki að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands né viðreisn efnahagslífsins.

Ef meirihlutinn segir NEI

  • Icesave-samningarnir taka ekki gildi.
  • Uppgjör innstæðutrygginga vegna Icesave-reikninganna er óútkljáð viðfangsefni stjórnvalda á Íslandi, í Bretlandi og Hollandi, auk Tryggingarsjóðsins á Íslandi.
  • Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lýst því yfir að hún muni halda áfram meðferð samningsbrotamáls gegn íslenska ríkinu og vísa málinu til EFTA-dómstólsins. Einnig gæti reynt á deiluna fyrir íslenskum dómstólum.

Helstu óvissuþættir

  • Hvaða ákvarðanir stjórnvöld á Íslandi, í Bretlandi og Hollandi taka um framhald málsins, hver af sinni hálfu.
  • Ísland kann að verða dæmt fyrir brot á EES-samningnum.
  • Niðurstaða skaðabótamála sem bresk og hollensk stjórnvöld kunna að höfða fyrir íslenskum dómstólum.
  • Endanleg niðurstaða um hvort kröfur Tryggingarsjóðsins í bú Landsbanka Íslands hf. gangi framar öðrum innstæðukröfum, sbr. það ákvæði sem jafnan er kennt við Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmann.
  • Bresk og hollensk stjórnvöld kunna að krefjast þess að íslenska ríkið ábyrgist allar innstæður en ekki eingöngu lágmarkstrygginguna.
  • Hvaða greiðslur fást úr slitameðferð Landsbanka Íslands hf. og hvenær þær berast.
  • Bresk og hollensk stjórnvöld kunna að beita íslensk stjórnvöld pólitískum eða efnahagslegum þrýstingi á alþjóðavettvangi.

Lesa textann

You must have Flash Player installed in order to see this player.

Táknmálsþýðing